Bush: Enn erfiðir tímar framundan

George W. Bush Bandaríkjaforseti undirritar lög um björgunaraðgerðir í Hvíta …
George W. Bush Bandaríkjaforseti undirritar lög um björgunaraðgerðir í Hvíta húsinu í gær. Reuters

George W Bush Bandaríkjaforseti hefur varað við því að bandaríska hagkerfið standi enn frammi fyrir miklum erfiðleikum þrátt fyrir að þingið hafi samþykkt 700 milljarða dollara björgunaraðgerðir. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Bush segir að þrátt fyrir að ríkið taki á sig skuldir Wall Street muni það taka tíma og þrautseigju að endurbyggja bandarískt efnahagslíf. Björgunaraðgerðirnar voru samþykktar í gær eftir að breytingar voru gerðar á frumvarpinu en fulltrúadeild þingsins hafnaði fyrr í vikunni fyrri gerð frumvarpsins.

Talið er að um það bil mánuður muni líða uns ríkið taki yfir fyrstu skuldirnar en áður en það verður gert verður hvert mál að fara í gegn um afgreiðslu bandaríska fjáramálaráðuneytisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Ómar Ingi Ómar Ingi: X
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert