Einleikur Frakklandsforseta gagnrýndur

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, stinga saman …
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, stinga saman nefjum á fundinum í dag. AP

Jyrki Katainen, fjármálaráðherra Finnlands, hefur gagnrýnt það harkalega að leiðtogar fjögurra stærstu iðnríkja Evrópu  (G-4) hafi fundað sín á milli um aðgerðir Evrópusambandsins vegna bankakreppunnar í Frakklandi í dag og útilokað þannig önnur aðildarríki ESB. Þetta kemur fram á fréttavef finnska blaðsins Hufvudstadsbladet.

„Mér líkar ekki að það land sem fer með forystu innan Evrópusambandsins taki upp á því að leika einleik með þessum hætti," sagði Katainen og vísaði þar til Frakka en Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti bauð í dag fulltrúum Þjóðverja, Breta og Ítala til fundar um stöðuna á fjármálamörkuðum heimsins og aðgerðir Evrópusambandsins.

Á fundinum voru lagðar línur að aðgerðum sem verða ræddar nánar á fundi fjármálaráðherra allra aðildarríkjanna í Luxemburg á þriðjudag.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert