Hamas sögð undirbúa valdarán

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Hamas samtakanna á Gasasvæðinu, kemur til bæna …
Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Hamas samtakanna á Gasasvæðinu, kemur til bæna umkringdur öryggisvörðum. AP

Staðhæft er í arabíska blaðinu al-Sharq al-Awsat sem gefið er út í Londonað öryggissveitir Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna, hafi gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir aftökur leiðtoga Fatah hreytingar hans á Vesturbakkanum vegna sögusagna um  að Hamas-samtökin leggi nú á ráðin um valdarán þar. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz. 

Haft er eftir háttsettum liðsmönnum Hamas-samtakanna í blaðinu, að rétt sé að samtökin hyggist taka völdin á Vesturbakkanum líkt og þau gerðu á Gasasvæðinu á síðasta ári.

„Kúgunin sem öryggissveitirnar beita okkur mun ekki vara lengi,” segir einn viðmælandi blaðsins. Þá segir annar ónefndur liðsmaður samtakanna að liðsmenn öryggissveitanna hafi greinilega ekki lært sína lexíu af því sem gerðist á Gasasvæðinu.

Mikil spenna er á milli Fatah hreyfingarinnar annars vegar og Hamas samtakanna hins vegar og hafa málamiðlunartilraunir Egypta lítinn árangur borið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert