Melamín finnst í sælgæti

Matvælaeftirlit Suður Kóreu hefur bannað sölu á fjórum gerðum af sælgæti  sem framleitt er í Kína eftir að efnið melamín greindist í því. Um er að ræða Snickers Peanut Funsize, KitKat frá Nestle, kex frá fyrirtækinu Lotte Confectionery Co og M&Ms kókómjólk frá Mars. Öll eru fyritækin sem framleiða vöruna stórveldi á alþjóðlegum markaði. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Tíu gerðir matvæla, frá Kína, hafa nú verið bannaðar í Suður-Kóreu eftir að melamín fannst í þeim. Þá hefur sölu á 430 tegundum verið hætt á meðan rannsókn á þeim fer fram.

Bandaríska matvælaeftirlitið segir lítið magn af melamíni í matvælum ekki skaðlegt nema um matvæli, sem sérstaklega eru ætluð ungum börnum, sé að ræða.54.000 kínversk börn hafa veikst á undanförnum mánuðum vegna melamíns í mjólkurdufti og hafa nokkur börn látist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert