Orku hent í orkuskorti

Bretar verða æ háðari innfluttri orku, einkum jarðgasi.
Bretar verða æ háðari innfluttri orku, einkum jarðgasi.

Scottish & Southern Energy, eitt stærsta orkufyrirtæki Bretlands, hefur vísvitandi dregið úr orkuvinnslu sinni, í því skyni að uppfylla skilyrði um niðurgreiðslur frá ríkinu. Á sama tíma búa Bretar við orkuskort, að því leyti að þeir eru að verða gífurlega háðir innfluttri orku, sem stöðugt hækkar í verði. 

Niðurgreiðslurnar, eða styrkirnir, sem um ræðir eru ætlaðir smærri vatnsaflsorkuverum og gekk fyrirtækið svo langt að setja inn smærri hverfla til orkuvinnslu í sjö orkuverum sínum, svo orkuvinnslan myndi minnka og orkuverin því uppfylla skilyrði stjórnarinnar.

Aðgerðir fyrirtækisins eru kennslubókardæmi um hvernig styrkjum sem ætlað er að styrkja nýjar iðngreinar, í þessu tilviki vinnslu endurnýjanlegrar orku, getur haft þveröfug tilætluð áhrif.

Um gífurlega fjármuni er að ræða en að sögn dagblaðsins The Times hefur fyrirtækið uppfyllt skilyrði um ígildi um 20 milljarða króna í stuðning vegna 60 vatnsaflsvirkjana sem hver um sig framleiðir minna en 20 megawött. En til samanburðar er Kárahnjúkavirkjun, stærsta vatnsaflsvirkjun Íslands, um 690 megawött.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert