Rússar kenna Georgíumönnum um sprengjuárás

Múlasnakerra nálgast varðstöð Rússa við landamæri Suður-Ossetíu.
Múlasnakerra nálgast varðstöð Rússa við landamæri Suður-Ossetíu. Reuters

Rússar segja, að leyniþjónusta Georgíu hafi staðið á bak við það þegar bílsprengja sprakk í Suður-Ossetíu í gær með þeim afleiðingum að sjö rússneskir hermenn létu lífið. Georgíumenn hafa vísað þessu á bug.

Rússneskar fréttastofur hafa í dag eftir embætti rússneska ríkissaksóknarans, að rannsóknarhópur, sem gerði frumrannsókn á vettvangi í Tskhinvali telji mikla ástæðu til að ætla, að leyniþjónusta Georgíu hafi staðið að árásinni. Tilgangurinn hafi verið, að grafa undan  stöðugleika í héraðinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert