Barack Obama, forsetaframbjóðandi Demókrata, frumsýndi í dag nýja sjónvarpsauglýsingu þar sem John McCain er ásakaður um að hafa verið reikandi og óákveðinn gagnvart byrðunum sem séu að buga bandarískar fjármálastofnanir.
Í auglýsingunni segir að McCain hafi, í örvæntingarfullri tilraun til að snúa við lækkandi fylgi við sig í skoðanakönnunum, reynt að skipta um umræðuefni í hvert sinn sem fjárhagsvandinn komi til umræðu.
„McCain og samverkamenn hans vonast nú tl að þau geti dreift athygli ykkar með rógburði frekar en að ræða kjarna málsins. Þau vilja heldur eyða tímanum í að reyna að grafa undan okkar kosningabaráttu en að byggja þjóðina upp,“ sagði Obama við fjölmiðla í Norður-Karólínu í dag. „Þetta er það sem menn gera þegar þeir eru úr sambandi, uppiskroppa með hugmyndir og að brenna á tíma.“ Obama var með þessu að bregðast við persónuárásum Söruh Palin, sem sakaði hann í gær um að slæpast með hryðjuverkamönnum.
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birt var í dag hefur Obama forskot í Ohio með 49% fylgi á móti 42% fylgi McCain. Sigur í fylkinu hefur úrslitavald í kosningunum þann 4. nóvember.