Obama svarar ásökunum Palin

Barack Obama
Barack Obama AP

Barack Obama, for­setafram­bjóðandi Demó­krata, frum­sýndi í dag nýja sjón­varps­aug­lýs­ingu þar sem John McCain er ásakaður um að hafa verið reik­andi og óákveðinn gagn­vart byrðunum sem séu að buga banda­rísk­ar fjár­mála­stofn­an­ir.

Í aug­lýs­ing­unni seg­ir að McCain hafi, í ör­vænt­ing­ar­fullri til­raun til að snúa við lækk­andi fylgi við sig í skoðana­könn­un­um, reynt að skipta um umræðuefni í hvert sinn sem fjár­hags­vand­inn komi til umræðu.

„McCain og sam­verka­menn hans von­ast nú tl að þau geti dreift at­hygli ykk­ar með róg­b­urði frek­ar en að ræða kjarna máls­ins. Þau vilja held­ur eyða tím­an­um í að reyna að grafa und­an okk­ar kosn­inga­bar­áttu en að byggja þjóðina upp,“ sagði Obama við fjöl­miðla í Norður-Karólínu í dag. „Þetta er það sem menn gera þegar þeir eru úr sam­bandi, uppiskroppa með hug­mynd­ir og að brenna á tíma.“ Obama var með þessu að bregðast við per­sónu­árás­um Söruh Pal­in, sem sakaði hann í gær um að slæp­ast með hryðju­verka­mönn­um.

Sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un sem birt var í dag hef­ur Obama for­skot í Ohio með 49% fylgi á móti 42% fylgi McCain. Sig­ur í fylk­inu hef­ur úr­slita­vald í kosn­ing­un­um þann 4. nóv­em­ber.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert