Páfinn hefur áhyggjur af trúleysi

Benedict XVI við opnunarmessu synodus
Benedict XVI við opnunarmessu synodus MAX ROSSI

Bene­dikt XVI páfi hef­ur kallað til presta­stefnu, synod­us, með yfir 200 kardí­nál­um og bisk­up­um víðsveg­ar að úr heim­in­um til að ræða áhuga­leysi nú­tíma­manns­ins á Biblí­unni. Páfinn seg­ist harma hin eyðileggj­andi áhrif sem fylgi ýms­um hliðum nú­tíma­menn­ing­ar.

Hann sagði nú­tíma­menn­ingu gegn­sýrða af þeirri hug­mynd að Guð væri dauður og maður­inn væri æðsta vald sköp­un­ar­verks­ins og réði einn ör­lög­um sín­um, að því er seg­ir á frétta­vef BBC.

Ráðgjafaþing Róm­ansk-kaþólsku kirkj­unn­ar hitt­ist á presta­stefnu þriðja hvert ár og standa funda­höld yfir í þrjár vik­ur. Páfi setti þingið í dag með hátíðlegri messu í basiliku heilas Páls postula utan múrs­ins, Basilica di San Paolo Fu­ori le Mur.

Páfinn hef­ur áhyggj­ur af vax­andi tóm­læti al­menn­ings gagn­vart trúnni, sér­stak­lega í Evr­ópu. Auglóst þótt að hann ætti við Frakk­land, sem hann heim­sótti í sept­em­ber, þegar hann sagði í ræðu sinni að þjóðir sem áður hefðu búið ríku­lega að krist­inni trú væru nú að tapa kristn­um ein­kenn­um sín­um.

Ítalska rík­is­sjón­varpið mun senda út maraþon­lest­ur á Bíblí­unni allri næstu sex daga og næt­ur í til­efni presta­stefn­unn­ar og mun páfinna sjálf­ur hefja lest­ur­inn með Fyrstu Móse­bók.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert