Páfinn hefur áhyggjur af trúleysi

Benedict XVI við opnunarmessu synodus
Benedict XVI við opnunarmessu synodus MAX ROSSI

Benedikt XVI páfi hefur kallað til prestastefnu, synodus, með yfir 200 kardínálum og biskupum víðsvegar að úr heiminum til að ræða áhugaleysi nútímamannsins á Biblíunni. Páfinn segist harma hin eyðileggjandi áhrif sem fylgi ýmsum hliðum nútímamenningar.

Hann sagði nútímamenningu gegnsýrða af þeirri hugmynd að Guð væri dauður og maðurinn væri æðsta vald sköpunarverksins og réði einn örlögum sínum, að því er segir á fréttavef BBC.

Ráðgjafaþing Rómansk-kaþólsku kirkjunnar hittist á prestastefnu þriðja hvert ár og standa fundahöld yfir í þrjár vikur. Páfi setti þingið í dag með hátíðlegri messu í basiliku heilas Páls postula utan múrsins, Basilica di San Paolo Fuori le Mur.

Páfinn hefur áhyggjur af vaxandi tómlæti almennings gagnvart trúnni, sérstaklega í Evrópu. Auglóst þótt að hann ætti við Frakkland, sem hann heimsótti í september, þegar hann sagði í ræðu sinni að þjóðir sem áður hefðu búið ríkulega að kristinni trú væru nú að tapa kristnum einkennum sínum.

Ítalska ríkissjónvarpið mun senda út maraþonlestur á Bíblíunni allri næstu sex daga og nætur í tilefni prestastefnunnar og mun páfinna sjálfur hefja lesturinn með Fyrstu Mósebók.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka