Koma í veg fyrir víðtækara hrun

Jean-Claude Juncker
Jean-Claude Juncker AP

Fjármálaráðherrar Eurozone, þeirra ríkja Evrópusambandsins sem tekið hafa upp evruna sem gjaldmiðil, ákváðu í dag að stórum fjármálafyrirtækjum yrði ekki leyft að fara á hliðina. Formaður ráðherrahópsins Jean-Claude Juncker, forsætis- og fjármálaráðherra Lúxemborgar, sagði að ákvörðunina tekna til að koma í veg fyrir víðtækara hrun.

„Við höfum samþykkt (að tryggja) að engri kerfislega mikilvægri  fjármálastofnun verði leyft að bregðast,“ sagði Jumcker við blaðamenn að loknum fundi ráðherranna í Lúxemborg í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert