Kosið um erfðir dönsku konungsfjölskyldunnar

Mary og Friðrik krónprins Danmerkur með son sinn Kristján.
Mary og Friðrik krónprins Danmerkur með son sinn Kristján. mbl.is

Danir munu kjósa um breytingar á erfðalögum innan dönsku konungsfjölskyldunnar um leið og þeir kjósa þingmenn á Evrópuþingið þann 7. júní á næsta ári.Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana tilkynnti þetta í morgun. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Bráðabrigðalög voru sett um það fyrir fæðingu Kristjáns prins í Danmörku í júní árið 2006 að drengir og stúlkur ættu sama rétt til erfða innan konungsfjölskyldunnar.

 Lagabreytingin verður hins vegar borin undir þjóðaratkvæði um leið og kosið verður til Evrópuþingsins en þjóðaratkvæðagreiðsla er nauðsynleg til að gerahana varanlega. Til að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verði bindandi þar 40% kosningabærra Dana að samþykkja hana.

Erfðalög konungsfjölskyldunnar voru síðast borin undir þjóðaratkvæði árið 1953 er samþykkt var að dóttir þjóðhöfðingja erfði krúnuna að honum látnum ætti hún ekki bróður. Einungis munaði 17.000 atkvæðum á því að hún yrði samþykkt eða felld.

Drengir hafa enn erfðarétt fram yfir stúlkur í Bretlandi, á Spáni og í Luxemborg en í síðastnefnda ríkinu hafa  systkinasynir þjóðhöfðinga erfðarétt fram yfir dætur hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka