Smástirni á stærð við bíl (1 til 5 metrar í þvermál), mun falla inn í lofthjúp jarðar og brenna þar upp í nótt, 7. október. Stjörnufræðingar í Bandaríkjunum sendu fyrir stundu frá sér tilkynningu um komu smástirnisins.
Að því er fram kemur á Stjörnufræðivefnum er von á smástirninu klukkan 02:46 að íslenskum tíma. Fólk og byggingar eru ekki í neinni hættu af þessum sökum þar sem smástirnið er of smátt til þess að geta valdið skaða. Afríkubúar eiga aftur á móti vona á stórglæsilegri flugeldasýningu.