Mun ekki valda skaða

Loftsteinaregn getur valdið sjónarspili.
Loftsteinaregn getur valdið sjónarspili. ALI JAREKJI

Smá­st­irni á stærð við bíl (1 til 5 metr­ar í þver­mál), mun falla inn í loft­hjúp jarðar og brenna þar upp í nótt, 7. októ­ber. Stjörnu­fræðing­ar í Banda­ríkj­un­um  sendu fyr­ir stundu frá sér til­kynn­ingu um komu smá­st­irn­is­ins. 

Að því er fram kem­ur á Stjörnu­fræðivefn­um er von á smá­st­irn­inu klukk­an 02:46 að ís­lensk­um tíma. Fólk og bygg­ing­ar eru ekki í neinni hættu af þess­um sök­um þar sem smá­st­irnið er of smátt til þess að geta valdið skaða. Afr­íku­bú­ar eiga aft­ur á móti vona á stór­glæsi­legri flug­elda­sýn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka