Bush fundaði með Evrópuleiðtogum

George W. Bush Bandaríkjaforseti.
George W. Bush Bandaríkjaforseti. Reuters

George W. Bush Bandaríkjaforseti ræddi í dag við leiðtoga Bretlands, Frakklands og Ítalíu um stöðu efnahagsmála í heiminum. Bush lagði áherslu í máli sínu að þjóðirnar ynnu sameiginlega að því að leysa þann efnahagsvanda sem þær standi frammi fyrir.

Búist er við því að Bush muni einnig eiga fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að ræða efnahagskrísuna. Dana Perino, talsmaður Bush, segir að Bush hafi tjáð Evrópuleiðtogunum það að það sé mikilvægt að allir séu á sömu blaðsíðu.

Fundur Bush með Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta og Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, á sér stað fyrir fund fjármálaráðherra sjö helstu iðnríkja heims. Fundurinn mun fara fram í Washington í Bandaríkjunum í þessari viku.

„Við viljum sjá til þess að allir séu á sömu blaðsíðu þegar þeir mæta þangað svo að fundurinn geti verið árangursríkur og skilvirkur,“ sagði Perino. Hún tjáði blaðamönnum jafnframt að Bush muni brátt funda með Merkel, þó ekki í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert