Tékkneska lögreglan rannsakar nú stórfellt peningaþvættismál. Samkvæmt AP fréttastofunni grunar lögreglu að skiptibanki í miðborg Prag hafi verið notaður af glæpamönnum í umfangsmiklu peningaþvætti eða um 215 milljón evrur.
Lögreglan gerði í dag húsrannsókn hjá Aktiv Change í leit að sönnunargögnum.
Tékkneska dagblaðið Mlada Fronta Dnes sagði að 28 ára bandaríkjamaður, Thomas V. Smith ætti 80% í skiptibankanum.