Rússar yfirgefa öryggissvæði í Georgíu

Rússar hafa dregið herlið sitt frá svokölluðum öryggissvæðum sem liggja við Georgíuhéruðin Suður-Ossetíu og Abkasíu, tveimur mánuðum eftir að stríð braust út milli Rússa og Georgíumanna. Átökin hleyptu illu blóði í samskipti Rússa og Vesturveldanna.

Talsamaður georgíska innanríkisráðuneytisins segir að rússneski herinn hafi yfirgefið stöðvar í S-Ossetíu og Abkasíu. „Þau hafa yfirgefið öll öryggissvæðin,“ sagði Shota Utiashvili.

Samkvæmt friðaráætlun, sem Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti kom að, áttu Rússar að hverfa á brott í síðasta lagi á föstudag. Brotthvarf rússneska hersins er því á undan áætlun.

Sarkozy segir að brotthvarfið muni leiða til þess að viðræður Rússa og Evrópusambandsins um samstarf muni hefjast á ný, en viðræðunum var slegið á frest í september í mótmælaskyni vegna aðgerða Rússa í Georgíu. Sarkozy segir að Dmítrí Medvedev Rússlandsforseti, sem er staddur í París, hafi staðið við gefin loforð.

Rússneskir skriðdrekar sjást hér yfirgefa eftirlitsstöðvar í vesturhluta Georgíu í …
Rússneskir skriðdrekar sjást hér yfirgefa eftirlitsstöðvar í vesturhluta Georgíu í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert