Varað við kókaíni á ströndinni

Pakk­ar með kókaíni hafa und­an­farna daga verið að reka á vest­ur­strönd Jót­lands og hef­ur danska lög­regl­an varað við því að efnið í pökk­un­um sé sterkt og að viður­lög við að hafa slíkt magn af fíkni­efn­um und­ir hönd­um séu ströng.

Sam­kvæmt Berl­ingske Tidende hafa þrír pakk­ar flotið á land við Bov­berg vita á Jótlandi hver pakki er um eitt kíló að þyngd en efnið er svo sterkt að varað er við að prófa að taka það í nefið. Slíkt gæti drepið menn og ef upp kemst að fólk hafi ekki skilað efn­inu inn gæti það kostað mörg ár í fang­elsi.

Verðmæti hvers pakka er talið hlaupa á hálfri til einn­ar millj­ón­ar danskra króna.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert