Pakkar með kókaíni hafa undanfarna daga verið að reka á vesturströnd Jótlands og hefur danska lögreglan varað við því að efnið í pökkunum sé sterkt og að viðurlög við að hafa slíkt magn af fíkniefnum undir höndum séu ströng.
Samkvæmt Berlingske Tidende hafa þrír pakkar flotið á land við Bovberg vita á Jótlandi hver pakki er um eitt kíló að þyngd en efnið er svo sterkt að varað er við að prófa að taka það í nefið. Slíkt gæti drepið menn og ef upp kemst að fólk hafi ekki skilað efninu inn gæti það kostað mörg ár í fangelsi.
Verðmæti hvers pakka er talið hlaupa á hálfri til einnar milljónar danskra króna.