Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, hefur lýst því yfir að hann vilji að óábyrgum forsvarsmönnum banka og fjármálafyrirtækja verði refsað fyrir óábyrgar ákvarðanir sínar. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.
„Ég er reiður vegna þessarar óábyrgu hegðunar,” sagði hann en bresk yfirvöld kynntu í gær 500 milljarða punda björgunaraðgerðir vegna bankakreppunnar.
„Efnahagur okkar byggir á fólki sem vinnur mikið og leggur hart að sér, sem tekur ábyrgar ákvarðanir og þar sem óhófs og ábyrgðarleysi hefur átt sér stað mun þurfa að koma til refsinga. Þá sagði hann að rekja megi hluta vandans til þess að forsvarsmenn fjármálafyrirtækja hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað þeir voru í raun að kaupa frá Bandaríkjunum.
Einnig sagði hann það vera skilyrði yfirvalda fyrir aðstoð að samningar náist við æðstu menn um umtalsverða lækkun launa. “Dagar hinna stóru kaupauka eru liðnir.”