Bush íhugar að fara að dæmi Breta
Stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta íhugar að fara að dæmi bresku stjórnarinnar og leggja hlutafé í bandaríska banka til að bjarga bankakerfinu. Talsmaður forsetans, Dana Perino, staðfesti þetta í dag.
Perino sagði að stjórn Bush hefði ekki ákveðið hvernig nota ætti 700 milljarða dollara björgunarsjóð, sem Bandaríkjaþing samþykkti í vikunni sem leið, en lögin um sjóðinn heimiluðu að hlutafé yrði lagt í fjármálafyrirtæki sem óskuðu eftir því.
Breska stjórnin tilkynnti í gær að hún hygðist leggja 50 milljarða punda í átta stóra banka og þjóðnýta þá að hluta.