Íhugar að fara að dæmi Breta

George W. Bush Bandaríkjaforseti
George W. Bush Bandaríkjaforseti Reuters

Stjórn Geor­ge W. Bush Banda­ríkja­for­seta íhug­ar að fara að dæmi bresku stjórn­ar­inn­ar og leggja hluta­fé í banda­ríska banka til að bjarga banka­kerf­inu. Talsmaður for­set­ans, Dana Per­ino, staðfesti þetta í dag.

Per­ino sagði að stjórn Bush hefði ekki ákveðið hvernig nota ætti 700 millj­arða doll­ara björg­un­ar­sjóð, sem Banda­ríkjaþing samþykkti í vik­unni sem leið, en lög­in um sjóðinn heim­iluðu að hluta­fé yrði lagt í fjár­mála­fyr­ir­tæki sem óskuðu eft­ir því.

Breska stjórn­in til­kynnti í gær að hún hygðist leggja 50 millj­arða punda í átta stóra banka og þjóðnýta þá að hluta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert