McCain vill björgunarsjóð vegna húsnæðislána

John McCain
John McCain mbl.isÞorkell

John McCain, forsetaefni repúblikana, hefur kynnt áætlun um stofnun 300 milljarða dollara björgunarsjóðs sem ætlað er að aðstoða fólk sem á í erfiðleikum með greiðslu húsnæðislána. Er áætlunin talin þáttur í viðbragðsáætlun kosningabaráttu McCain vegna aukins forskots Baracs Obama , forsetaframbjóðanda demókrata , samkvæmt skoðanakönnunum. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

„Sem forseti mun ég gefa fármálaráðherra fyrirmæli um að setja í gang björgunaraðgerðir fyrir húseigendur,” sagði McCain á kosningafundi í Bethlehemí Pennsylvaniu í gær. „Það má ekki kremja drauminn um að eignast sitt eigið hús undir þunga óhagstæðra lána,” sagði hann. Þá sagði hann áætlun sína vera mikilvægt fyrsta skref sem Bandaríkin verði að taka til að komast í gegn um þá kreppu sem nú ríki.

McCain hefur setið undir ámæli fyrir það á síðustu mánuðum kosningabaráttunnar að hafa ekki tekið nógu mikið tillit til fjármálakreppunnar í kosningabaráttu sinni.Samkvæmt áætluninni sem hann hefur kynnt mun ríkissjóður Bandaríkjanna kaupa húsnæðislán af bönkum þar í landi en hrun húsnæðisverðs þar í landi hefur valdið húseigendum miklu fjárhagstjóni og greiðsluerfiðleikum á almennum lánamarkaði. 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert