Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefur tekið í gagnið sérstaka neyðaráætlun, síðast var gripið til þessara úrræða á seinnihluta tíunda áratugarins.
Fram kemur á fréttavef Sky að fjármálaáætlunin hafi verið endurræst, en tilgangur hennar er að bjóða þeim þjóðum upp á aðstoð sem hafa orðið illa úti vegna fjármálakreppunnar í heiminum.
Áætluninni var smíðuð árið 1995 en henni er ætlað að hraða lánaferlinu í þeim löndum sem eiga við erfiðleika að etja.
Síðast var gripið til þessara úrræða árið 1997 þegar neyðarástand skapaðist á fjármálamörkuðum í Asíu.