G7-ríki samþykkja aðgerðaáætlun

Fjármálaráðherrar G7-ríkjanna.
Fjármálaráðherrar G7-ríkjanna. Reuters

Fjármálaráðherrar og seðlabankastjórar G7-ríkjanna tilkynntu í kvöld að þeir hefðu samþykkt aðgerðaáætlun til að binda enda á lánsfjárkreppuna í heiminum.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bandaríska fjármálaráðuneytinu í Washington þar sem fundurinn er haldinn. Í yfirlýsingunni segir að G7-ríkin hyggist „grípa til afgerandi aðgerða og beita öllum tiltækum tækjum til að styðja markvisst mikilvægar fjármálastofnanir og hindra að þær komist í þrot“. Bætt er við að ríkin hyggist gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja að bankar og aðrar fjármálastofnanir fái nægilegt fjármagn.

G7-ríkin eru Bandaríkin, Þýskaland, Japan, Frakkland, Bretland, Ítalía og Kanada.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert