Verstu mistökin

Mestu mistökin sem Bandaríkjamenn og Evrópuríkin hafa gert í fjármálakreppunni var að neita Íslandi um fjögurra milljarða evra skyndilán. Þar með var Rússum gefið tækifæri.

Þetta segir Bronwen Maddox, dálkahöfundur breska blaðsins Times í dag.

Ekki þurfi að fara í grafgötur með hvað vaki fyrir Rússum með því að bjóða Íslandi aðstoð, þeir séu á höttunum eftir nýjum bandamönnum og nýjum landvinningum.

Rússar geti ekki hreppt betra hnoss en NATO-þjóð sem sé nýbúin að fá neitun frá bandalagsþjóðum sínum.

Það sé augljóst hvaða hagsmuni Rússar sjái sér í því að gera vel við Ísland. Þær hafi áhuga á olíu- og gaslindum undir norðurskautinu, og þá geti komið sér að eiga hönk upp í bakið á Íslendingum.

Grein Maddox má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka