Bush hvetur iðnveldin til samstöðu

George W. Bush Bandaríkjaforseti.
George W. Bush Bandaríkjaforseti. AP

George W. Bush Bandaríkjaforseti ræddi í dag við fjármálaráðherra G7-ríkjanna, sjö af helstu iðnríkjum heims, og hvatti þau til að forðast hvers konar einhliða aðgerðir sem græfu undan aðgerðum annarra í baráttunni  gegn fjármálakreppunni í heiminum.

Bush sagði við blaðamenn eftir fundinn með ráðherrunum að iðnveldin yrðu að grípa til samhæfðra aðgerða gegn fjármálakreppunni. „Við verðum að tryggja að aðgerðir eins ríkis séu ekki í andstöðu við eða grafi ekki undan aðgerðum annars ríkis,“ sagði Bush og bætti við að leiðtogar iðnveldanna gerðu sér grein fyrir því að alvarlegt hættuástand hefði skapast í efnahagsmálum heimsins og grípa þyrfti til „alvarlegra, alþjóðlegra aðgerða“.

Daginn áður tilkynnti Bandaríkjastjórn að hún hygðist leggja hlutafé í bandaríska banka og fara að dæmi bresku ríkisstjórnarinnar sem þjóðnýtti nokkra breska banka að hluta. Er þetta í fyrsta skipti sem Bandaríkin leggja hlutafé í banka frá fjórða áratug síðustu aldar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert