Bush hvetur iðnveldin til samstöðu

George W. Bush Bandaríkjaforseti.
George W. Bush Bandaríkjaforseti. AP

Geor­ge W. Bush Banda­ríkja­for­seti ræddi í dag við fjár­málaráðherra G7-ríkj­anna, sjö af helstu iðnríkj­um heims, og hvatti þau til að forðast hvers kon­ar ein­hliða aðgerðir sem græfu und­an aðgerðum annarra í bar­átt­unni  gegn fjár­málakrepp­unni í heim­in­um.

Bush sagði við blaðamenn eft­ir fund­inn með ráðherr­un­um að iðnveld­in yrðu að grípa til sam­hæfðra aðgerða gegn fjár­málakrepp­unni. „Við verðum að tryggja að aðgerðir eins rík­is séu ekki í and­stöðu við eða grafi ekki und­an aðgerðum ann­ars rík­is,“ sagði Bush og bætti við að leiðtog­ar iðnveld­anna gerðu sér grein fyr­ir því að al­var­legt hættu­ástand hefði skap­ast í efna­hags­mál­um heims­ins og grípa þyrfti til „al­var­legra, alþjóðlegra aðgerða“.

Dag­inn áður til­kynnti Banda­ríkja­stjórn að hún hygðist leggja hluta­fé í banda­ríska banka og fara að dæmi bresku rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem þjóðnýtti nokkra breska banka að hluta. Er þetta í fyrsta skipti sem Banda­rík­in leggja hluta­fé í banka frá fjórða ára­tug síðustu ald­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert