Haider lést í umferðarslysi

Jörg Haider.
Jörg Haider. AP

Aust­ur­ríski stjórn­mála­maður­inn Jörg Hai­der lést í um­ferðarslysi í Kla­genf­urt í Aust­ur­ríki í morg­un. Að sögn frétta­stof­unn­ar APA ók Hai­der embætt­is­bíl sín­um, sem fór út af veg­in­um af ókunn­um ástæðum. Hai­der fékk al­var­lega höfuðáverka og lést skömmu síðar.

Hai­der, sem var 58 ára, var fylk­is­stjóri Car­int­hia­fylk­is og leiðtogi Framtíðarsam­t­anna, ný­stofnaðs stjórn­mála­flokks  yst á hægri væng aust­ur­ríska stjórn­mála.

Fyr­ir ell­efu árum, þegar Hai­der var leiðtogi Frels­is­flokks­ins, vann hann stór­an kosn­inga­sig­ur þegar Frels­is­flokk­ur­inn náði und­ir hans stjórn 27% at­kvæða. Þegar á leið fjaraði und­an Hai­der, sem yf­ir­gaf Frels­is­flokk­inn og stofnaði Framtíðarsam­tök­in.

Í þing­kosn­ing­um í sept­em­ber fengu Frels­is­flokk­ur­inn og Framtíðarsam­tök­in nærri helm­ing at­kvæða. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka