Haider lést í umferðarslysi

Jörg Haider.
Jörg Haider. AP

Austurríski stjórnmálamaðurinn Jörg Haider lést í umferðarslysi í Klagenfurt í Austurríki í morgun. Að sögn fréttastofunnar APA ók Haider embættisbíl sínum, sem fór út af veginum af ókunnum ástæðum. Haider fékk alvarlega höfuðáverka og lést skömmu síðar.

Haider, sem var 58 ára, var fylkisstjóri Carinthiafylkis og leiðtogi Framtíðarsamtanna, nýstofnaðs stjórnmálaflokks  yst á hægri væng austurríska stjórnmála.

Fyrir ellefu árum, þegar Haider var leiðtogi Frelsisflokksins, vann hann stóran kosningasigur þegar Frelsisflokkurinn náði undir hans stjórn 27% atkvæða. Þegar á leið fjaraði undan Haider, sem yfirgaf Frelsisflokkinn og stofnaði Framtíðarsamtökin.

Í þingkosningum í september fengu Frelsisflokkurinn og Framtíðarsamtökin nærri helming atkvæða. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert