Haider ók langt yfir hámarkshraða

Kerti og mynd af Jörg Haider í ráðhúsinu í Klagenfurt …
Kerti og mynd af Jörg Haider í ráðhúsinu í Klagenfurt í dag. Reuters

Rann­sókn­ar­nefnd um­ferðarslysa í Aust­ur­ríki seg­ir, að stjórn­mála­maður­inn Jörg Hai­der, sem lést í um­ferðarslysi í gær­morg­un, hafi ekið langt yfir há­marks­hraða þegar bíll hans fór út af veg­in­um í suður­hluta lands­ins.

Lög­regla, sem rann­sakað hef­ur slysa­vett­vang­inn, seg­ir að hraðamæl­ir­inn í VW bíln­um, sem Hai­der ók, hafi fests á 142 km hraða á klukku­stund. Há­marks­hraði á veg­arkafl­an­um þar sem slysið varð, er 70 km á klukku­stund. Sagði Gott­fried Kranz, sak­sókn­ari, að hraðakst­ur virðist vera aðal­or­sök slyss­ins.

Hai­der, sem var 58 ára, var fylk­is­stjóri Car­int­hia­fylk­is og leiðtogi Framtíðarbanda­lags­ins, nýs stjórn­mála­flokks yst á hægri væng aust­ur­rískra stjórn­valda.

Að sögn aust­ur­rískra fjöl­miðla hafði Hai­der verið á næt­ur­klúbbi áður en hann hélt heim á embætt­is­bíl sín­um, nýj­um VW  Phaet­on V6. Bíll­inn fór út af veg­in­um og valt nokkr­ar velt­ur. Hai­der slasaðist al­var­lega og lést þegar verið var að flytja hann á sjúkra­hús.

Flak bílsins, sem Jörg Haider ók í fyrrinótt.
Flak bíls­ins, sem Jörg Hai­der ók í fyrrinótt. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka