N-Kórea fagnar áfanga

Norður Kórea fagnar því að vera ekki á lista yfir …
Norður Kórea fagnar því að vera ekki á lista yfir hryðjuverkalönd. Reuters

Norður Kórea fagnar því að Bandaríkin hafi fjarlægt landið af lista yfir lönd sem styðja við hryðjuverk. Talsmaður utanríkisráðuneytisins í N-Kóreu tilkynnti í morgun að landið myndi nú hefja að gera kjarnorkuver sín óvirk og veita alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang.

Japan hefur samkvæmt fréttavef BBC hins vegar harmað þessar aðgerðir. Þar vilja menn fá upplýsingar um japanska ríkisborgara sem N-Kórea hefur tekið höndum eða numið á brott.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert