Rússar skjóta langdrægum eldflaugum

Dmitry Medvedev forseti Rússlands og Anatoly Serdyukov varnarmálaráðherra við Topol-eldflaugar …
Dmitry Medvedev forseti Rússlands og Anatoly Serdyukov varnarmálaráðherra við Topol-eldflaugar í Plesetsk. Reuters

Rúss­ar skutu á loft þrem­ur lang­dræg­um eld­flaug­um í morg­un. Tveim­ur var skotið frá kaf­bát­um sem stadd­ir voru við sitt­hvorn enda þessa stóra lands. Frétta­stof­ur í Rússlandi skýrðu frá þessu í morg­un.

Einni eld­flaug var skotið í til­rauna­skyni frá kaf­báti bið Ok­hotsk-haf norður af Jap­an en öðru frá kaf­báti við Bar­ents­haf norð-aust­an við Nor­eg og þriðju flaug­inni frá leyni­legri staðsetn­ingu í grennd við Ple­s­etsk í norðvest­ur­hluta lands­ins.

Eld­flaug­arn­ar sem skotið var heita Topol og eru um 24 metr­ar að lengd og geta ferðast allt að 11 þúsund kíló­metra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert