Abramovich fékk 97% atkvæða

Roman Abramovits.
Roman Abramovits. mbl.is

Rússneski auðjöfurinn Roman Abramovich hefur unnið sæti á löggjafarþingi heimskautafylkisins Tsjúkotka. Auðjöfurinn sem er þekktast sem eigandi knattspyrnuliðsins Chelsea fékk 97% atkvæða í kosningum í fylkinu í gær, sunnudag.

Abramovich  sem löngum hefur verið vel tengdur við ráðamenn í Kreml, var landstjóri í Tsjúkotka í 8 ár áður en Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, veitti honum lausn frá embætti í júlí sl. Fyrirrennari Medevdev, Vladimir Putin, hafði áður hafnað afsögn Abramovich.

Sagt er að Abramovich hafi dælt milljónum dala í þetta afskekkta fylki sem liggur á landsvæði beint gegnt Alaska. Hann á einhverju sinni að hafa látið þau orð falla að landstjóraembættið væri honum einfaldlega „of dýrt“, að því er breska blaðið The Independent greinir frá.

Gert er ráð fyrir að Abramovich verði nú í forsæti þingdeildarinnar.  Tveir nánir samstarfsmenn hans náðu sömuleiðis kjöri til fylkisþingsins sem telur alls 12 sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert