John McCain, forsetaefni bandarískra repúblíkana, hefur enn á ný verið sakaður um kynþáttafordóma. Í þetta sinn er það mannréttindafrömuðurinn John Lewis sem sakar kosningabaráttu McCain um að sá hatursfræjum í garð mótframbjóðanda hans Barack Obama. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Segir Lewis aðferðafræði kosningabaráttu McCain minna á aðferðir aðskilnaðarsinnans George Wallace á sjöunda áratug síðustu aldar. McCain, sem lýsti því nýlega yfir að Lewis bæri einn þeirra Bandaríkjamanna sem hann dáði mest, segir ummæli hans ekki svaraverð.
McCain hefur þó sjálfur reynt að milda tón stuðningsmanna sinna í garð Obama að undanförnu. Á kosningafundi í Minnesotaá föstudag varði hann Obama eftir að fundarmenn kölluðu hann hryðjuverkamann, araba, og frambjóðanda sem vekti upp ótta á meðal fólks.