Obama boðar efnahagsaðgerðir

Barack Obama
Barack Obama Reuters

Barack Obama, forsetaefni demókrata í Bandaríkjunum, hefur lagt fram nýjar efnahagstillögur til að treysta stöðu sína enn frekar í baráttunni við John McCain, forsetaefni repúblikana.

Obama kveðst m.a. ætla að bjóða fyrirtækjum tímabundna skattaafslætti fyrir að ráða nýja starfsmenn og sjá til þess að tímabundið verði ekki gengið að veði húsnæðiseigenda vegna vanskila. Þá hyggst hann gera ráðstafanir til þess að sambandsríki og sveitarfélög geti fengið lán vegna fjárhagslegra erfiðleika. Hann segir að aðgerðirnar kosti ríkissjóð 60 milljarða dollara á tveimur árum.

Ný skoðanakönnun Washington Post og ABC sjónvarsstöðvarinnar bendir til þess að Obama sé með 10% forskot á John McCain. 53% aðspurðra sögðust styðja Obama en  43% McCain.

Slæmar efnahagshorfur í Bandaríkjunum hafa verið í brennidepli í kosningabaráttunni og óttinn jókst í vikunni sem leið þegar gengi hlutabréfa féll um 20%. Tugir þúsund Bandaríkjamanna hafa þegar misst heimili sín vegna greiðsluþrots og atvinnuleysi eykst hratt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert