Umdeilt hryðjuverkalagaákvæði afturkallað

Lávarðadeild breska þingsins.
Lávarðadeild breska þingsins. AP

Breska ríkisstjórnin hefur kallað aftur umdeilt ákvæði í frumvarpi að nýjum lögum um varnir gegn hryðjuverkum eftir að lávarðadeild breska þingsins felldi ákvæðið með 309 atkvæðum gegn 118. Frumvarpið gerði m.a. ráð fyrir því að lögregla geti haldið meintum hryðjuverkamönnum í varðhaldi í 42 daga án ákæru en núgildandi lög gera ráð fyrir 28 dögum.

Frumvarpsákvæðið var í júní samþykkt í neðri deild þingsins með 9 atkvæða mun en þá greiddu 36 þingmenn Verkamannaflokksins atkvæði gegn því. 

Fresturinn var lengdur úr 14 dögum í 28 eftir hryðjuverkaárás á samgöngukerfi Lundúnaborgar í júlí 2005. Stjórnvöld vildu þá lengja frestinn í 90 daga en tókst ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert