Brown sakaður um ragmennsku

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. Reuters

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, er sakaður um ragmennsku vegna framgöngu hans í garð Íslendinga í bloggi eins af þingmönnum breska Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu.

Íhaldsmaðurinn Daniel Hannan segir að það hafi verið slæmt að bresk yfirvöld skyldu hafa tekið eignir banka vinveitts ríkis eignarnámi en að það hafi verið „ófyrirgefanlegt“ að gera það í krafti laga sem sett voru til að auðvelda baráttuna gegn hryðjuverkum.

„Það að leggja land með helmingi færri íbúa en Wiltshire í einelti var ragmennska, ekki hugrekki,“ skrifaði þingmaðurinn. Bloggið verður birt í breska dagblaðinu The Times á morgun, miðvikudag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert