Clinton mun ekki reyna við Hvíta húsið að nýju

Clinton fjölskyldan
Clinton fjölskyldan AP

Öldungadeildarþingmaðurinn Hillary Clinton, sem varð undir í baráttunni við Barack Obama um að hljóta útnefningu sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að hún muni væntanlega ekki reyna að komast í Hvíta húsið að nýju.

Í viðtali við Fox sjónvarpsstöðina í dag sagði Clinton að líkurnar á að hún myndi bjóða sig fram til embættis forseta á ný væru nánast engar.

Sagði forsetafrúin fyrrverandi að hún væri ánægð í núverandi starfi sem öldungadeildarþingmaður fyrir New York ríki og þvertók fyrir að hún hefði áhuga á að komast að sem dómari við Hæstarétt né sem leiðtogi demókrata í öldungadeildinni.

Eiginmaður Hillary, Bill Clinton, var forseti Bandaríkjanna frá árinu 1993 til 2001.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka