Samtök breskra bæjar- og sveitafélaga (LGA) hefur farið fram á rannsókn á fjárfestingum 116 sveitafélaga í íslenskum bönkum og vilja fá að vita hvernig stóð á því að bankarnir voru með góða einkunn og lánshæfnismat fram á síðustu stundu.
Á fréttavef BBC kemur fram að Breska ríkisstjórnin ver þá ákvörðun að ráðleggja LGA að fjárfesta í íslenskum bönkum.
Hazel Blears, ráðherrann sem fer með málefni bæjar- og sveitafélaga segir að ráðgjöfin hafi verið skynsamleg og hyggin og að komi ekki til þess að þeir sem hafi fjárfest í íslenskum bönkum þurfi að lenda í vandræðum með launagreiðslur sinna starfsmanna.
Formaður LGA, Margaret Eaton segir: „Nú er ekki tíminn til að leita sökudólgs. Þetta eru fordæmalausar aðstæður, umfang þeirra var ekki fyrirsjáanlegt. Hins vegar mun sá tími koma að það verður að fara fram sjálfstæð og ítarleg rannsókn á því hvernig þessir bankar gátu haldið áfram að hljóta svo góða einkunn allt að nokkrum dögum áður en þeir fóru á hausinn."