Verðhrun á fasteignum í Danmörku

mbl.is/Ómar

Mikil verðlækkun hefur orðið á verði íbúða í borgum Danmerkur í haust eftir að nokkuð dró úr verðlækkunum yfir sumarmánuðina. Á þetta sérstaklega við um fasteignaverð í Kaupmannahöfn og Árósum. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Samkvæmt upplýsingum fasteignasölukeðjunnar Home hefur mikill samdráttur orðið í sölu fasteigna frá haustinu 2006. Fram kemur í upplýsingum Home er fasteignaverð á Kaupmannahafnarsvæðinu nú sambærilegt við það sem var sumarið 2005.

Mikil verðhækkun varð á fasteignum þar frá þeim tíma og fram til haustsins 2006. Nemur lækkun fasteignaverðs á 80 fm íbúð frá þeim tíma til dagsins í dag 24%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert