Vopnum safnað í Angóla

AK-47 árásarrifflarnir eru í miklum meirihluta þeirra vopna sem skilað …
AK-47 árásarrifflarnir eru í miklum meirihluta þeirra vopna sem skilað er inn. Reuters

Í Angóla hafa safnast saman ríflega 200 þúsund rifflar og skotvopn í söfnun sem nú stendur yfir. Markmið söfnunarinnar er að hreinsa landið af öllum þeim skotvopnum sem þar er að finna meðal almennings eftir 27 ára borgarastríð.

Flest vopnin eru AK-47 árásarrifflar og skotfæri í þá. Samkvæmt lögum í Angóla mega einungis lögregla og her bera skotvopn.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka