Leiðtogar ESB funda um fjármálakreppuna

Leiðtogar Evrópusambandsins munu funda í Brussel í dag.
Leiðtogar Evrópusambandsins munu funda í Brussel í dag. Reuters

Leiðtogar Evrópusambandsins hittast í Brussel í dag til að ræða þá áætlun sem ætlað er að skjóta styrkari stoðum undir evrópska banka, en hún hljóðar upp á milljarða evra. Búist er við því að leiðtogar ESB-ríkjanna 27 muni styðja áætlunina sem ríkin 15 sem eru í myntbandalagi Evrópu samþykktu á sunnudag.

Svo virðist sem að hlutabréfamarkaðir hafi náð jafnvægi, en enn mun gæta nokkurs titrings þar vegna ótta um efnahagssamdrátt í Bandaríkjunum.

Umhverfissamtök óttast að fjármálakreppan muni leiða til þess að ESB muni hverfa frá þeim áætlunum sínum að takast á við loftlags- og umhverfismál.

Búist er við því að Evrópuleiðtogarnir muni reyna að leggja áherslu að grípa til sameiginlegra aðgerða í þeim tilgangi að affrysta bankakerfið, þ.e. að bankarnir hefji aftur að lána hver öðrum á nýjan leik, og efla markaðina. 

Jose Manuel Barros, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segist vera þess fullviss að leiðtogarnir muni komast að sameiginlegri niðurstöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert