Reyndi að ræða tyrkneskri flugvél

Maður, sem rændi tyrkneskri flugvél á leið frá Antalya til St. Pétursborgar í Rússlandi, hefur verið yfirbugaður. Að sögn CNN Turk sjónvarpsstöðvarinnar í Tyrklandi, voru það farþegar í vélinni, sem réðust á manninn.

CNN sagði, að um hefði verið að ræða drukkinn farþega, sem lýsti því yfir eftir að flugvélin var komin á loft, að hann væri með sprengju meðferðis. 167 farþegar eru í vélinni, sem heldur áfram ferð sinni til Rússlands.

Flugvélin er af gerðinni Airbus A-320.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert