Svalir Íslendingar

Það kom fréttamanni BBC á óvart hve rólegur og yfirvegaður …
Það kom fréttamanni BBC á óvart hve rólegur og yfirvegaður Geir Haarde forsætisráðherra var miðað við þá ástand sem nú ríkir á Íslandi. Þrátt fyrir að hann hafi um leið gert sér fulla grein fyrir alvöru málsins. mbl.is/RAX

Fréttamaður BBC sem var staddur á Íslandi til að fylgjast með fjármálakreppunni hér á landi segir að það hafi komið sér á óvart hve rólegir og yfirvegaðir þeir Geir H. Haarde forsætisráðherra og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, hafi verið þegar hann ræddi við þá um efnahagsástandið.

Í grein sem er birt á vef breska ríkisútvarpsins í dag, kemur fram að fréttamaðurinn Clive Myrie hafi m.a. rætt við Geir og Þórð vegna málsins. Hann segir að þeir hafi verið afslappaðir og það hafi verið stutt í húmorinn. Hann spyr hvort það væri hægt að segja það sama um Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, ef hann stæði í sömu sporum og íslenski forsætisráðherrann.

Fréttamaður BBC segir hins vegar að þrátt fyrir þetta hafi þeir Geir og Þórður gert sé fulla grein fyrir alvöru málsins og rætt um málið á þeim nótum.

„Ég hef á tilfinningunni að hið rólega og heimspekilega fas tveggja af miklvægustu mönnum landsins, sem hafa það verkefni að stýra Íslandi út úr þeirri fjármálaóreiðu sem nú ríkir, sé lýsandi fyrir alla þjóðina, “ segir Myrie.

„Þetta er fólk sem er vant uppsveiflu og niðursveiflu, góðum árum og slæmum. Vant þeim tímum þegar net togaranna voru full og svo því þegar þau voru næstum tóm ári síðar.“

Hann bendir hins vegar á að hér ríki mikil reiði gagnvart íslenskum leiðtogum, sem hafi haft lítil afskipti af fjármálamarkaðinum og stefnt þannig allri þjóðinni í hættu.

„Enn innst inni virðast menn trúa því að landið muni rísa á nýjan leik og sigla í gegnum þetta óveður, og aðlagast breyttum aðstæðum.

Það er hinn sanni kjarni þess sem er yfirvegað.“

Greinin á vef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka