Leiðtogafundur um uppstokkun á fjármálakerfinu

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar …
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á leiðtogafundi ESB í dag. Reuters

Leiðtogar G8-ríkjanna, átta af helstu iðnríkjum heims, hafa samþykkt að halda sérstakan fund um breytingar á fjármálakerfi heimsins. Leiðtogar Frakklands og Bretlands hafa hvatt til allsherjar uppstokkunar á fjármálakerfinu.

Bandaríska forsetaembættið tilkynnti í kvöld að leiðtogar G8-ríkjanna hefðu samþykkt að koma saman á næstunni ásamt leiðtogum fleiri ríkja til að ræða breytingar á fjármálakerfi heimsins.

Fyrr í gær hvöttu Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, og Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, til þess að slíkur fundur yrði haldinn um róttækar breytingar á fjármálakerfinu til að koma í veg fyrir að bankakreppan í heiminum endurtæki sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert