Leiðtogafundur um uppstokkun á fjármálakerfinu

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar …
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á leiðtogafundi ESB í dag. Reuters

Leiðtog­ar G8-ríkj­anna, átta af helstu iðnríkj­um heims, hafa samþykkt að halda sér­stak­an fund um breyt­ing­ar á fjár­mála­kerfi heims­ins. Leiðtog­ar Frakk­lands og Bret­lands hafa hvatt til alls­herj­ar upp­stokk­un­ar á fjár­mála­kerf­inu.

Banda­ríska for­seta­embættið til­kynnti í kvöld að leiðtog­ar G8-ríkj­anna hefðu samþykkt að koma sam­an á næst­unni ásamt leiðtog­um fleiri ríkja til að ræða breyt­ing­ar á fjár­mála­kerfi heims­ins.

Fyrr í gær hvöttu Nicolas Sar­kozy, for­seti Frakk­lands, og Gor­don Brown, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, til þess að slík­ur fund­ur yrði hald­inn um rót­tæk­ar breyt­ing­ar á fjár­mála­kerf­inu til að koma í veg fyr­ir að bankakrepp­an í heim­in­um end­ur­tæki sig.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert