Fóstureyðingaskip í höfn

Stuðningsmenn jafnt sem mótmælendur tóku á móti skipinu
Stuðningsmenn jafnt sem mótmælendur tóku á móti skipinu AP

Hol­lenskt skip sem býður upp á fóst­ur­eyðing­ar lagðist til hafn­ar í borg­inni Valencia á Spáni í dag. Fóst­ur­eyðing­ar eru ein­ung­is leyfðar á Spáni und­ir viss­um kring­um­stæðum og er skipið því í trássi við spænsk lög. Það held­ur út á haf á morg­un þar sem fóst­ur­eyðing­arn­ar verða fram­kvæmd­ar.

Skipið er í eigu sam­tak­anna Women on Waves og er ætl­un­in að hvetja stjórn­völd til að auðvelda kon­um að gang­ast und­ir slík­ar aðgerðir.  Um 400 mót­mæl­end­ur reyndu að hindra að skipið leggðist að bryggju.

Leik­kon­an Pil­ar Bar­dem, móðir Hollywood-leik­ar­ans Javier Bar­dem, hélt ræðu til stuðnings fóst­ur­eyðing­um þar sem hún krafðist virðing­ar gagn­vart kon­um sem stæðu frammi fyr­ir því að taka svo erfiða ákvörðun.

Á Spáni hafa fóst­ur­eyðing­ar verið lög­leg­ar frá ár­inu 1985 en aðeins 12 vik­um eft­ir nauðgun og sé líf móður­inn­ar í hættu. Til stend­ur að liðka um þau lög.

Skipið heim­sótti Írland árið 2001, Pól­land árið 2003 og Portúgal árið 2004 og hef­ur alltaf vakið hörð viðbrögð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert