Fóstureyðingaskip í höfn

Stuðningsmenn jafnt sem mótmælendur tóku á móti skipinu
Stuðningsmenn jafnt sem mótmælendur tóku á móti skipinu AP

Hollenskt skip sem býður upp á fóstureyðingar lagðist til hafnar í borginni Valencia á Spáni í dag. Fóstureyðingar eru einungis leyfðar á Spáni undir vissum kringumstæðum og er skipið því í trássi við spænsk lög. Það heldur út á haf á morgun þar sem fóstureyðingarnar verða framkvæmdar.

Skipið er í eigu samtakanna Women on Waves og er ætlunin að hvetja stjórnvöld til að auðvelda konum að gangast undir slíkar aðgerðir.  Um 400 mótmælendur reyndu að hindra að skipið leggðist að bryggju.

Leikkonan Pilar Bardem, móðir Hollywood-leikarans Javier Bardem, hélt ræðu til stuðnings fóstureyðingum þar sem hún krafðist virðingar gagnvart konum sem stæðu frammi fyrir því að taka svo erfiða ákvörðun.

Á Spáni hafa fóstureyðingar verið löglegar frá árinu 1985 en aðeins 12 vikum eftir nauðgun og sé líf móðurinnar í hættu. Til stendur að liðka um þau lög.

Skipið heimsótti Írland árið 2001, Pólland árið 2003 og Portúgal árið 2004 og hefur alltaf vakið hörð viðbrögð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert