Aukið traust á efnahagsstjórn Browns og Darlings

Brown og Darling njóta mests trausts.
Brown og Darling njóta mests trausts. Reuters

Verka­manna­flokk­ur­inn hef­ur nærri tvö­faldað for­ystu sína á Íhalds­flokk­inn hvað varðar traust al­menn­ings á getu flokk­anna til að leiða þjóðina út úr fjár­málakrepp­unni, sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un.

Sam­kvæmt frétt í The Guar­di­an kem­ur könn­un­in á sama tíma og Dav­id Ca­meron gerði í ræðu harða hríð að Gor­don Brown fyr­ir gjaldþrota stefnu í efna­hags­mál­um. Mikið lof hef­ur hins veg­ar verið borið á Brown á sama tíma af stjórn­mála­leiðtog­um, frétta­skýrend­um og efna­hags­sér­fræðing­um víða um heim hvernig tekið hef­ur verið á efna­hagskrepp­unni í Bret­land.

Til­raun Dav­id Ca­meron til að koma sér í sviðsljósið á kostnað for­sæt­is­ráðherr­ans fór þó fyr­ir lítið því að á sama tíma var birt skoðana­könn­un stjórn­málaþátt­ar á BBC2 sem sýndi Íhalds­menn vanta 11% upp á að ná Verka­manna­flokkn­um í trausti al­menn­ings á getu flokk­ana til að glíma við efna­hags­mál­in.

Af þeim þúsund­um sem spurðir voru í könn­un­inni reynd­ust 42% telja Brown og fjár­málaráðherra hans, Al­ista­ir Darling, lík­leg­asta til að stýra efna­hags­mál­un­um í gegn­um sam­drátt­ar­skeiðið.

Fylgi leiðtoga Verka­manna­flokks­ins jókst um 2% frá fyrri könn­un meðan traustið á Ca­meron og skuggaráðherra hans í efna­hags- og fjár­mál­um, Georg Os­borne, féll um 3 pró­sentu­stig í 31%.

Nick Clegg, leiðtogi Frjálsra demó­krata og talsmaður hans í efna­hags­mál­um, Vinchent Ca­ble, hækkuðu um 2 pró­sentu­stig í 7% meðan einn af hverj­um 5 eða 19% gátu ekki gert upp hug sinn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert