Bush: Stöndum frammi fyrir alvarlegri fjármálakreppu

George W. Bush Bandaríkjaforseti.
George W. Bush Bandaríkjaforseti. Reuters

George W. Bush Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin standi nú frammi fyrir mjög alvarlegri fjármálakreppu. Hann bendir á að það muni taka tíma fyrir fjármálamarkaði heims að ná sér aftur á strik en hann segir jafnframt að Bandaríkjamenn eigi að geta treyst því að ástandið muni lagast.

Bush sagði er hann ávarpaði bandaríska viðskiptaráðið í dag að stjórnvöld hafi gripið til kerfisbundinna og róttækra aðgerða sem eru „nægilega umfangsmiklar og djarfa til að ganga upp, og Bandaríkjamenn geta treyst því að þær muni gera það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert