George W. Bush Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin standi nú frammi fyrir mjög alvarlegri fjármálakreppu. Hann bendir á að það muni taka tíma fyrir fjármálamarkaði heims að ná sér aftur á strik en hann segir jafnframt að Bandaríkjamenn eigi að geta treyst því að ástandið muni lagast.
Bush sagði er hann ávarpaði bandaríska viðskiptaráðið í dag að stjórnvöld hafi gripið til kerfisbundinna og róttækra aðgerða sem eru „nægilega umfangsmiklar og djarfa til að ganga upp, og Bandaríkjamenn geta treyst því að þær muni gera það.“