Fengu magakveisu vegna skorts á handþvotti starfsmanna hótels

mbl.is/Ásdís

Skortur á handþvotti starfsmanna á Clairon hótelinu á Gardermoen flugvellinum í Ósló varð þess valdandi að tvö hundruð gestir á hótelinu veiktust af magakveisu í lok september. Samkvæmt frétt á vef Aftenposten þjáðust gestirnir af uppköstum og niðurgangi og er það niðurstaða norska matvælaeftirlitsins að um veiru sé að ræða sem nefnist norovirus.

Flestir þeirra sem veiktust borðuðu hádegisverð á hótelinu síðasta laugardag septembermánaðar. Samkvæmt upplýsingum frá matvælaeftirlitinu er skýringin rakin til skorts á handþvotti hjá starfsmönnum hótelsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert