Fengu magakveisu vegna skorts á handþvotti starfsmanna hótels

mbl.is/Ásdís

Skort­ur á handþvotti starfs­manna á Clairon hót­el­inu á Gardermoen flug­vell­in­um í Ósló varð þess vald­andi að tvö hundruð gest­ir á hót­el­inu veikt­ust af maga­k­veisu í lok sept­em­ber. Sam­kvæmt frétt á vef Af­ten­posten þjáðust gest­irn­ir af upp­köst­um og niður­gangi og er það niðurstaða norska mat­væla­eft­ir­lits­ins að um veiru sé að ræða sem nefn­ist norovirus.

Flest­ir þeirra sem veikt­ust borðuðu há­deg­is­verð á hót­el­inu síðasta laug­ar­dag sept­em­ber­mánaðar. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mat­væla­eft­ir­lit­inu er skýr­ing­in rak­in til skorts á handþvotti hjá starfs­mönn­um hót­els­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert