Öryggissamkomulag í skoðun

Bandarískir hermenn í Írak.
Bandarískir hermenn í Írak. AP

Bandaríkjastjórn segist vera að íhuga að gera drög að samkomulagi við Íraka varðandi hlutverk Bandaríkjahers í landinu, en umboð sem herinn hefur frá Sameinuðu þjóðunum um veru hans í landinu rennur út síðar ár þessu ári.

Ekki hefur verið greint frá samkomulaginu í smáatriðum en að sögn embættismanna kæmi þar fram að bandarískar hersveitir myndu yfirgefa íraksa bæi og borgir um mitt næsta ár. Þeir bæta því við að allt herlið Bandríkjamanna yrði farið frá Írak fyrir árslok 2011.

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er byrjaður að ræða málið við bandaríska þingmenn þrátt fyrir að ekki sé þörf á þeirra samþykki.

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er einnig sögð vera þrýsta á íraska leiðtoga að samþykkja samkomulagið.

Á miðvikudag greindi Íraksstjórn frá því að hún væri skoða samkomulagsdrögin þar sem málamiðlun hefði náðst varðandi friðhelgi bandarískra hermanna og verktaka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert