Öryggissamkomulag í skoðun

Bandarískir hermenn í Írak.
Bandarískir hermenn í Írak. AP

Banda­ríkja­stjórn seg­ist vera að íhuga að gera drög að sam­komu­lagi við Íraka varðandi hlut­verk Banda­ríkja­hers í land­inu, en umboð sem her­inn hef­ur frá Sam­einuðu þjóðunum um veru hans í land­inu renn­ur út síðar ár þessu ári.

Ekki hef­ur verið greint frá sam­komu­lag­inu í smá­atriðum en að sögn emb­ætt­is­manna kæmi þar fram að banda­rísk­ar her­sveit­ir myndu yf­ir­gefa ír­aksa bæi og borg­ir um mitt næsta ár. Þeir bæta því við að allt herlið Band­ríkja­manna yrði farið frá Írak fyr­ir árs­lok 2011.

Robert Gates, varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna, er byrjaður að ræða málið við banda­ríska þing­menn þrátt fyr­ir að ekki sé þörf á þeirra samþykki.

Condo­leezza Rice, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, er einnig sögð vera þrýsta á íraska leiðtoga að samþykkja sam­komu­lagið.

Á miðviku­dag greindi Íraks­stjórn frá því að hún væri skoða sam­komu­lags­drög­in þar sem mála­miðlun hefði náðst varðandi friðhelgi banda­rískra her­manna og verk­taka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert