Bretar hyggjast herða innflytjendalöggjöfina

Atvinnuauglýsingar skoðaðar í Lundúnum en atvinnuleysi hefur aukist mikið í …
Atvinnuauglýsingar skoðaðar í Lundúnum en atvinnuleysi hefur aukist mikið í Bretlandi Reuters

Bresk stjórnvöld hyggjast innflytjendalöggjöf sína til þess að koma í veg fyrir kynþáttaóeirðir samfara auknu atvinnuleysi meðal breskra ríkisborgara, að því er fram kom í viðtali við Phil Woolas, innanríkisráðherra, í Times í dag. Segir hann að herða verði löggjöfina til þess að tryggja breskum ríkisborgurum næga vinnu á tímum niðursveiflu í efnahagslífinu.

Bretar hertu síðast innflytjendalöggjöf sína í febrúar og miðar hún að því að fækka ófaglærðum farandverkamönnum í landinu. Segir innanríkisráðherrann nú nauðsynlegt að auka fagmenntun meðal Breta svo ekki þurfi að ráða útlendinga til starfa.

Woolas segir í viðtalinu að bresk stjórnvöld muni ekki heimila það að íbúafjöldi landsins fari yfir 70 milljónir vegna fjölda útlendinga í landinu. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Bretlands eru íbúar Bretlands nú tæplega 61 milljón talsins.

Atvinnuleysi jókst talsvert á síðasta ársfjórðungi og er það 5,7% sem þýðir að 1,79 milljón vinnufærra manna eru án atvinnu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert