Bush boðar ráðstefnu helstu leiðtoga heimsins

Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, mun standa fyrir ráðstefnu með helstu leiðtogum heimsins fljótlega þar sem rætt verður um viðbrögð við fjármálakreppunni sem nú ríkir í heiminum. Bush greindi frá þessu í kvöld en hann er staddur í forsetabústaðnum, Camp David, þar sem hann og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, og forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, José Manual Barroso, sitja á rökstólum.

Barroso hefur þrýst á það undanfarið að helstu leiðtogar heims ræði efnahagsmál heimsins sem fyrst. Þegar Sarkozy og Barroso komu til Camp David sagði Sarkozy að ekki verði hægt að halda áfram á sömu braut þar sem svipuð vandamál, sem orsaka kreppur sem þá sem nú gengur yfir, koma alltaf upp aftur.

Samkvæmt frétt New York Times í kvöld hefur dagsetning ráðstefnunnar ekki verið ákveðin en að Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hafi í dag stutt hugmyndina um ráðstefnuna og sagt að það væri hægt að halda hana í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í byrjun desember.

Nikolas Sarkozy, George W. Bush og José Manual Barroso í …
Nikolas Sarkozy, George W. Bush og José Manual Barroso í Camp David í dag Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert