Þúsundir Austurríkismanna eru komnir til heimabæjar öfga hægrimannsins Jörg Haider, Klagenfurt, en útför Haiders fer fram þar í dag. Haider lést í bílslysi þann 11. október en talið er að hann hafi verið á ofsahraða og ölvaður er slysið varð.
Staðhæft er í þýskum fjölmiðlum að Haider, hafi verið á leið heim frá bar sem fyrst og fremst er sóttur er af samkynhneigðum, er hann lét lífið í bílslysinu í síðustu viku.