Mun Powell styðja Obama?

Reuters

Lík­legt þykir að fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, re­públi­kan­inn Col­in Powell, muni lýsa yfir stuðningi sín­um við for­setafram­bjóðanda demó­krata, Barack Obama, í sjón­varpsþætt­in­um Meet the Press á sunnu­dag.

Powell hef­ur sagst mundu gera upp hug sinn eft­ir að fram­bjóðend­urn­ir hefðu mæst í öll­um þrem­ur sjón­varp­s­kapp­ræðum sín­um, en sú síðasta var síðastliðinn miðviku­dag. Hann á að koma fram í þætt­in­um Meet the Press á sjón­varps­stöðinni NBC á sunnu­dag og er talið að hann muni gera grein fyr­ir ákvörðun sinni þar.

Powell hef­ur ekki farið leynt með aðdáun sína á Obama þrátt fyr­ir að Powell og McCain séu góðir vin­ir, en Powell hef­ur sagt að ákvörðun hans muni byggj­ast á öðru og meiru  en vin­skap.

Það að styðja Obama yrði að mati frétta­skýr­anda Newsweek óbein en jafn­framt kröft­ug leið fyr­ir Powell til að tjá gremju og eft­ir­sjá vegna sam­starfs­ár­anna með Bush. Hann myndi þar með neita flokks­fé­laga sín­um um stuðning sem þykir hafa svipaðar áhersl­ur og Bush í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um.

Talið er að með stuðningi svo áhrifa­mik­ils re­públi­kana myndi fram­boð Obama styrkj­ast veru­lega og verða til þess að fá fleiri flokks­bræður og -syst­ur til að snú­ast á sveif með hon­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert