Obama með 4% forskot á McCain

Forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, Barack Obama, er með 4% forskot á forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, John McCain, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Reuters/C-SPAN/Zogby. Nýtur Obama stuðnings 48% kjósenda en McCain 44%. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum 4. nóvember nk.

John Zogby, sem stýrir skoðanakönnuninni segir að ljóst sé McCain sé að sækja á og að repúblikanar standi þétt við bakið á frambjóðanda sínum en 91% kjósenda Repúblikanaflokksins styður McCain á meðan Obama nýtur stuðnings 88% kjósenda Demókrataflokksins. Hins vegar nýtur Obama meiri stuðnings meðal óháðra kjósenda. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert