Ofbeldisaldan ágerist í Mexíkó

Hermenn við öryggisgæslu í mexíkósku landamæraborginni Ciudad Juarez
Hermenn við öryggisgæslu í mexíkósku landamæraborginni Ciudad Juarez Reuters

Tæplega 400 manns hafa látið lífið í Mexíkó undanfarinn hálfan mánuð og er dauða þeirra að rekja til aukinnar hörku í eiturlyfjastríði þar í landi. Á árinu hafa um 3.800 manns látið lífið.

Þetta er raunin þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda frá því á síðasta ári gegn glæpagengjunum. Morðin þykja einstaklega hrottaleg og nýlega fundust lík sex manna sem hafði verið stillt upp við vegg og skotnir.

Morðin eiga sér fyrst og fremst stað í norðurhluta Mexíkó, við landamærin að Bandaríkjunum en glæpagengin berjast um útflutningsleiðir eiturlyfjanna til Bandaríkjanna.

Aukin eiturlyfjaneysla hefur verið nefnd sem helsta ástæða aukins ofbeldis en þar til nýlega fór mest kókaínframleiðsla flutt út til Bandaríkjanna. Mexíkó sé því ekki lengur útflutningsland heldur einnig með stóran neyslumarkað.

Eiturlyfjaneysla á landsvísu óx um 30% á milli 2002 og 2008, þar var nærri eingöngu um kókaín að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert